Ljárskógar 16 , 109 Reykjavík
120.000.000 Kr.
Einbýli / Einbýlishús með aukaíbúð
9 herb.
286 m2
120.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
83.100.000
Fasteignamat
89.700.000

Eignalind fasteignasala

LJÁRSKÓGAR 16, 109 REYKJAVÍK - ÞRIGGJA ÍBÚÐA EIGN - GÓÐIR ÚTLEIGUMÖGULEIKAR - EINBÝLISHÚS Á 2 HÆÐUM SEM HEFUR VERIÐ SKIPT UPP Í TVÆR ÍBÚÐIR, BÁÐAR ÍBÚÐIRNAR ERU MEÐ SÉRINNGANGI - BÍLSKÚR HEFUR VERIÐ BREYTT Í ÍBÚÐ - ÚTGENGI ÚT Á NÝLEGAN PALL FRÁ JARÐHÆÐ - ÚTGENGI ÚT Á STÓRAR NÝLEGAR SVALIR FRÁ EFRI HÆÐ - HÚSIÐ VAR NÝLEGA MÚRAÐ UTAN -  GÓÐ STAÐSETNING Í BARNVÆNU HVERFI

Eignalind og Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali, félagsmaður í Félagi fasteignasala, kynna í einkasölu fallegt og töluvert uppgert einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals 286,8 fm. Eigninni hefur verið skipt upp í þrjár íbúðir á eftirfarandi hátt: Fimm herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi er 144,7 fm, íbúð á neðri hæð með sérinngangi er 103,3 fm og 38,8 fm bílskúr hefur verið breytt í íbúð. Góð heimkeyrsla, næg bílastæði, gróinn garður, nýlegur pallur á neðri hæð, nýlegar stórar L-laga svalir á efri hæð. Góðir útleigumöguleikar. Stutt er í fjölbreytta þjónustu, fallegt útivistarsvæði og íþróttaaðstöðu. Allar frekari upplýsingar gefur Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali sími 7791929 og á netfanginu heida@eignalind.is


Nánari lýsing:
Efri hæð, sérinngangur:
Anddyri með flísum á gólfi og fatahengi.
Gestasalerni með flísum á gólfi, gluggi.
Stórt alrými, stofa, eldhús og borðstofa með parketi á gólfi, útgengi er út á stórar L-laga sólríkar svalir, mikil lofthæð og stórir gluggar.
Eldhús er með dökkri innréttingu, eyja, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp, uppþvottavél og háfur.
Þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi, skápur er í einu  herberginu.
Hjónaherbergi, parket á gólfi og skápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, innrétting, gluggi, pláss fyrir þvottavél og þurkara.

Neðri hæð, sérinngangur:
Hol parket á gólfi, fatahengi
Stofa parket á gólfi, útgengi út á stóran pall
Eldhús parket á gólfi, grá innrétting
Baðherbergi með nuddbaðkari, góð innrétting, flísalagt í hólf og gólf, gluggi
Þrjú svefnherbergi, þar af er eitt mjög stórt, parket á gólfi, skápar í einu herbergi
þvottahús og Geymsla innan íbúðar
Parket á neðri hæð er orðið illa farið

Bílskúr: útbúin hefur verið lítil íbúð með sérinngangi, íbúðin er björt og með góðum gluggum
Opið rými stofa og eldhús með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og á hluta á vegg, sturta, pláss fyrir þvottavél, gluggi
Svefnherbergi hefur verið stúkað af með hluta af vegg,  með parketi á gólfi.

Uppröðun á myndum er eftirfarandi, fyrst eru myndir af studio íbúð í bílskúr, því næst eru myndir af neðri hæðinni og að lokum efri hæð

Eignin er í barnvænu, grónu og rólegu hverfi og er gatan botlangagata. Stutt er í útivist, skóla, leikskóla, íþróttir og margþætta þjónustu. Góð eign með möguleika á útleigutekjum. Bókið skoðun eða fáið frekari upplýsingar hjá Bergþóru Heiðu, Löggiltum fasteignasala í síma 7791929  og á netfanginu heida@eignalind.is
Pantaðu frítt verðmat og skoðaðu ráðleggingar um sölu fasteigna á 
www.verdmat.is


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Eignalind fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Hvað kostar þín fasteign?
Kíktu á  
www.verdmat.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.