Eignalind fasteignasala
kynnir til sölu gullfallega og rúmgóða 110 fermetra íbúð á þessum vinsæla stað fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin er með þremur svefnherbergjum og er á 3. hæð. Yfirbyggðar svalir með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í forstofu hol, rúmgóða stofu, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með þvottahúsi inn af. Sérgeymsla er í sameign. Nánari lýsing:
Forstofa með parketi, góðir fataskápar.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.
Svalir eru yfirbyggðar.
Eldhús með fallegri innréttingu.
Baðherbergi er nokkuð rúmgott, fín innrétting og sturtuklefi.
Þvottahús er inn af baðherbergi.
Svefnherbergin eru þrjú öll með parketi á gólfum góðir fataskápar.( Eitt herbergið er nýtt sem skrifstofa).
Geymsla er í sameign.
Íbúðin er skráð 110,5 fermetrar með geymslu samkvæmt fasteignamati ríkissins.
Á jarðhæð er sameiginlegur veislusalur húseigenda í Árskógum 6 og 8. Þar er spiluð vist á mánudögum og bridge alla þriðjudaga og miðvikudaga. Fjölbreytt félagsstarf og þjónusta ásamt mötuneyti á vegum Reykjavíkurborgar er í boði alla virka daga í Árskógum 4 en innangengt er þangað í gegnum sameiginlega veislusalinn. Púttvöllur er við húsið og næg bílastæði. Fallegur sameiginlegur garður með fjölbreyttum gróðri, göngustígum og setbekkjum.Bílastæði í bílakjallara fylgir ekki en margir leigja bílastæði á hagstæðu verði.
Húsvörður er starfandi í húsinu. Stutt er í verslun og ýmsa þjónustu í Mjóddinni.
Allar upplýsingar veitir Sigurður O Sigurðsson L-ggiltur fasteignasali í síma
616 8880 og á tölvupósti
[email protected]Hvað kostar þín fasteign?
Kíktu á
www.verdmat.is