Miðdalur 11 , 190 Vogar
59.900.000 Kr.
Parhús / Parhús á einni hæð
6 herb.
197 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
65.210.000
Fasteignamat
57.650.000

Eignalind fasteignasala

Eignin er seld og er í greiðslumatsferli. Eftirspurn var eftir eigininni - vantar sambærilegt parhús eða raðhús sem og fjölbýli á svæðinu.

kynnir STÓRGLÆSILEGT PARHÚS VIÐ MIÐDAL 11, VOGUM.


Eignalind fasteignasala fylgir fyrirmælum sóttvarnarlæknis og eru því skoðendur beðnir að mæta með andlitsgrímu/maska til að draga úr smithættu á COVID-19.

Húsið sem er byggt árið 2005, er kvarsað að utan, með viðhaldsfríum gluggum, útgengi út úr borðstofu, stofu og innangengt í bílskúr.
Fjögur svefnherbergi eru í húsin og tvö baðhergergi. Upptekin loft í borðstofu, stofu og eldhúsi sem gera rýmið sérlega fallegt. Franskir gluggar eru í húsinu og frá borðstofu er falleg rennihurð út í garð.


Umhverfis garðinn er ný vegleg girðing með steyptum súlum og timburverki á milli.

Komið er inn í stóra forstofu og þaðan í  rúmgott hol sem tengir aðra vistaverur. 

Eldhús er með ljósri innréttingu, ofn í vinnuhæð og glugga.
Borðstofa er með stórum gluggum og rennihurð út í garð
Stofa er björt og rúmgóð þar er einnig hurð út í garð.

Á herbergjagangi eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Hjónaherbergi er rúmgott með skápum.
Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með baðkari, upphengdu salerni og glugga
Barnaherbergi eru þrjú, öll rúmgóð.
Baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni og glugga.

Bílskúr með stórri rafdrifinni opnanlegri hurð og inngangur er á hlið bílskúrs.
Parket er á stofu og herbergjum og flísar á forstofu, eldhúsi, borðstofu og gangi.
Samkvæmt eiganda er húsið í góðu ásigkomulagi en nokkrar flísar eru lausar í forstofu og útihurð þarfnast skoðunar eða skipta.

Allar nánari upplýsingar veitir Embla Valberg löggiltur fasteignasali gsm. 662-4577

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Eignalind fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Hvað kostar þín fasteign?
Kíktu á  
www.verdmat.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.