Við útvegum okkar kaupendum fasteignalán.
Ef þú vilt athuga hvort þú fáir lán fyrir fasteign á Spáni
hafðu þá samband við okkur í síma 616 8880 eða á tölvupósti hér.
Punta Prima: Við vorum að fá til sölu fallega vel skipulagða 82 fm íbúð á 3ju hæð í lyftublokk, með sjávarútsýni frá svölunum. Blokkarkjarninn er byggður 2008, mjög snyrtilegur með tveimur sundlaugum og stendur við ströndina. Íbúðinni fylgir vel staðsett bílastæði í bílageymslunni, sem er innangengt, lyftan fer í bílageymsluna. Hver blokk er 5 hæðir og eru þrjár íbúðir á hverri hæð.Íbúðinni fylgja öll húsgögnin og öll heimilistæki.Á allri íbúðinni eru ljósar fallegar gólfflísar. Íbúðin er vel skipulögð 3ja herbergja með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Stofan er rúmgóð og út frá henni eru ca. 12 fm svalir með sjávarútsýni.
Lýsing íb.: Komið er inn í forstofugang, þaðan til hægri er vel búið eldhús með uppþvottavél, eldavél, viftu, örbylgjuofni og tvöföldum ísskáp með frysti. Frá eldhúsinu sést inn í stofuna og út á svalirnar.
Stofan er rúmgóð og þaðan er gengið út á snyrtilegar svalirnar sem eru með sjávarútsýni.
Til vinstri við forstofuganginn er rúmgott baðherbergi með stóru sturturými. Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með innbyggðum skápum og er annað baðherbergi innaf öðru svefnherberginu. Viftur í lofti í báðum herbergjunum og í stofunni. Miðlægt loftræstikerfi er í íbúðinni.
Baðherbergið innaf herberginu er með tvöföldum vaski og baðkari.
Svæðið Punta Prima: Er vel staðsett á Orihuela Costa svæðinu sunnan við Torrevieja. Það er stutt frá "molli" verslunarkjarna og mörgum veitingastöðum. Einnig eru góðar og fjölbreyttar strendur á svæðinu, bæði sandstrendur, víkur og klettastrendur. Af mörgum er Punta Prima talin besta staðsetningin á suður Costa Blanca svæðinu.
Allar upplýsingar veitir: Sigrún Jóna Andradóttir. Sími 857 2267 og 0034 613 145 222
Eða á tölvupósti hér. Þegar þú kaupir fasteign í gegnum Sumareignir þá aðstoðum við þig í gegnum allt kaupferlið.
1. Tökum vel á móti þér þegar þú kemur til Spánar.
2. Hjálpum þér að finna drauma eignina.
3. Aðstoðum þig í gegnum allt kaupferlið.
4. Aðstoðum þig við að sækja um bankalán.
5. Sjáum einnig um allt fyrir þig eftir kaupin, að allir reikningar og gjöld verði greiddir í bankanum þínum.
Skilum árlegum gögnum og skattaskýrslum.
6. Ef þú vilt leigja út eignina hjálpum við þér að fá leigu leyfi sem er nauðsynlegt. Leigjum út eignina fyrir þig eða komum þér í samband við leigu fyrirtæki.
7. Ef þú vilt fá einhvern til að hafa eftirlit með eigninni þinni og þrífa, þá aðstoðum við þig einnig með það.
8. Sjáum einnig um að erfðamálin hjá þér verði rétt sett upp.
Sumareignir.is
Hafðu samband hér.